30.5.2008 | 17:27
Pizza Chilli Olía
Hér ætla ég að segja ykkur frá æðislegri Pizza Chilli olíu ,
hún er góð á pizzur , samlokur og pasta rétti.
Hún gefur réttunum þetta Sterka bragð sem maður er oft að leita að .
Persónulega þá skelli ég þessu oftast á pizzurnar, en það besta er að fá sér grillaða samloku og þegar samlokan er alveg að vera tilbúin þá hellirðu smá yfir og grillar aðeins meir , þá kemur hún extra crispy úr grillinu og bragðgóð.
og hver hefur ekki fengið sér sneið á pizza pronto í góðu ástandi og dælt þessari olíu á ?
Ingredients : Sunflower oil, Red chillis, Black pepper, Coriander, Thyme, Marjoram, Natural Flavor, The Piquancy of red chillies.
6*/ 10*
Drilli
30.5.2008 | 04:08
Jarðskjálfti á Ruby Tuesday
Ég fór í dag á Ruby Tuesday og var í ostagírnum langaði bara í einkvað létt. pantaði mér djúpsteiktar ostastangir sem var rosalega gott eins og alltaf eina sem mér fannst að var að það var ekki nóg sósa .. svo fékk ég mér Þjóðarrétt kanadamanna franskar kartöflur með bræddum osti í aðalrétt þetta var allt í lagi ekki alveg að gera sig hjá mér hef oft fengið mér þennan rétt hjá þeim og hefur hann þá verið betri og vaR ég fyrir smá vonbrigðum að þessu sinni, ekki viss hvað það var, þetta var bara eitthvað svo mikið og ógirnilegt, meira að sega kláraði ég ekki af disknum og þá er nú mikið sagt. það sem toppaði svo máltíðina var jarðskjálfti sem hrærði vel í fröllunum gerði mér reyndar ekki grein fyrir skjálftanum fyrr en hann var búinn en þá var starfsfólkið farið að öskra og ljósakrónurnar dönsuðu.....
Bacon Cheese Fries Heill haugur af frönskum,
kartöflum, bræddum osti, beikonbitum og sýrðum
rjóma. 1190 kr.
Fresh, hot fries topped with melted cheddar cheese,
crumbled bacon and sour cream.
Cheese Sticks Djúpsteiktar mozzarella ostastangir
með marinara sósu. 1190 kr.
Lightly breaded and fried to perfection. Served with
marinara sauce.
ég mæli með því ef fólk vaknar í annalegu ástandi á sunnudeigi og á ekkert að borða nema gamlar skorpnar mcdonalds franskar að henda þeim á disk fá ost hjá nágrannanum og rífa yfir, inn í ofn á 190'c í 7 mín borið fram með tómatsósu. Algjör klassa réttur sem kemur öllum á óvaRT...
5*/10*
gammurinn...
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 04:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 03:26
gríðarleg vonbrigði !!
ég hef alltaf getað treyst á djúpsteiktu pylsuna mína á skalla með osti, papriku og hvítlauksósu hef gert það að vana mínum að detta í eina slíka áður en ég fer heim í mat þó sérstaklega þegar einkvað heilsusamlegt er í matinn. Því varð ég mjög hamingjusamur þegar ég sá að grill nesti í moso minni heima byggð var farinn að selja eftirhermur af þessu meistarastykki. ég var því miður búinn að panta mér lúxusborgar þar þegar ég sá pylsuna og lét mér því hann næga að þessu sinni þessi lúxusborgari var ekki upp á marga fiska en hvað um það ég gat ekki hætt að hugsa um pylsuna og lét loks verða að því að fá mér hana. Ég beið mjög lengi og greinilegt að þetta var frumraun afgreiðslukonunnar loks fékk ég pylsuna. Hún leit rosalega illa út osturinn greinilega bara verið steiktur á pönnunni og var því brenndur með svörtum leifum af pönnunni, brauðið var kramið og sósan út um allt. En ég lét mig nú hafa það og beit í þetta og þá fyrst voru vonbrigðin orðinn að veruleika allt of mikið krydd, sósan bragðlaus og osturinn ógeðslegur ég þurfti að pína þetta í mig. mjög slæmt mæli ekki með þessu fyrir nokkurn mann. Sannkallaður óbjóður
0*/10*
Gammurinn
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 03:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 03:07
samloka dauðans
Hér ætla ég að leifa ykkur að sjá og læra uppskrift af bestu samloku í heimi. Samloku dauðans,
Ég hef oft gert þessa samloku þegar ég er svangur í eitthvað rosalegt ég get lofað þér því að þú átt eftir að elska hana meira en allt, Ég fékk fyrst hugmynd um hana í myndinni Spanglish, en ég betur bætti hana,..
Í hana þarftu
1 Egg
3 beikon
Salt og Pipar
Gæða Skinku
Mozzarella Ost
1 Tómat
Iceberg Salat
Pizza chilli olía
50 gr Kockteilsósa (má dýfa í eftir á)
2 sneiðar af góður fínu Brauði
Byrjar á því að steikja egg og beikon á pönnu , skellir svo skinkunni og mozzarella ostinum í samloku og grillar það í samloku grilli, svo þegar samlokan er vel grilluð, þá opnar þú hana , og lætur eggið og beikonið á hana, kryddar með salti og pipar og skellir Pizza chilli olíunni á milli, iceberg,tómat, og mönnzið er ready.. vá
Drilli
6* af 10*
30.5.2008 | 02:33
ný sýn í skyndibitaheim
Hér mun fara fram ein víðtækasta gagnrýni landsins á skyndibitastöðum. Meðmæli uppskriftir og hvað er það nýjasta hverju sinni..
Tel ég vel við hæfi að hefja þetta á meðmæli minni á skyndipylsu sem hægt er að grípa hvar og hvenær sem er, þó helst þegar maður er á heimleið eftir annasama nótt á skemmtanarlífi. Flestar benzín stöðvar nú til dags eru farnar að bjóða upp á kartöflu eða rækjusalat ,sérstaklega þykir gott að fá sér bæði ef möguleiki er á. Kaupa sér lakkrísrúllu með marsípani og létt vefja því utan um pylsuna. Þarna kemur skemmtileg blanda sem minnir óneitanlega á ost og sultu á sunnudeigi einkvað sem allir ættu að prufa. Dregur úr hættu á þynnku, því þessi blanda er mjög góð fyrir magann. Ég hef góða reynslu af þessari pullu og hvet alla til að leggja í hana, hún svíkur engan
5* af 10*
GammuRinn
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 04:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)