30.5.2008 | 02:33
ný sýn í skyndibitaheim
Hér mun fara fram ein víðtækasta gagnrýni landsins á skyndibitastöðum. Meðmæli uppskriftir og hvað er það nýjasta hverju sinni..
Tel ég vel við hæfi að hefja þetta á meðmæli minni á skyndipylsu sem hægt er að grípa hvar og hvenær sem er, þó helst þegar maður er á heimleið eftir annasama nótt á skemmtanarlífi. Flestar benzín stöðvar nú til dags eru farnar að bjóða upp á kartöflu eða rækjusalat ,sérstaklega þykir gott að fá sér bæði ef möguleiki er á. Kaupa sér lakkrísrúllu með marsípani og létt vefja því utan um pylsuna. Þarna kemur skemmtileg blanda sem minnir óneitanlega á ost og sultu á sunnudeigi einkvað sem allir ættu að prufa. Dregur úr hættu á þynnku, því þessi blanda er mjög góð fyrir magann. Ég hef góða reynslu af þessari pullu og hvet alla til að leggja í hana, hún svíkur engan
5* af 10*
GammuRinn
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 04:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.