30.5.2008 | 03:07
samloka dauðans
Hér ætla ég að leifa ykkur að sjá og læra uppskrift af bestu samloku í heimi. Samloku dauðans,
Ég hef oft gert þessa samloku þegar ég er svangur í eitthvað rosalegt ég get lofað þér því að þú átt eftir að elska hana meira en allt, Ég fékk fyrst hugmynd um hana í myndinni Spanglish, en ég betur bætti hana,..
Í hana þarftu
1 Egg
3 beikon
Salt og Pipar
Gæða Skinku
Mozzarella Ost
1 Tómat
Iceberg Salat
Pizza chilli olía
50 gr Kockteilsósa (má dýfa í eftir á)
2 sneiðar af góður fínu Brauði
Byrjar á því að steikja egg og beikon á pönnu , skellir svo skinkunni og mozzarella ostinum í samloku og grillar það í samloku grilli, svo þegar samlokan er vel grilluð, þá opnar þú hana , og lætur eggið og beikonið á hana, kryddar með salti og pipar og skellir Pizza chilli olíunni á milli, iceberg,tómat, og mönnzið er ready.. vá
Drilli
6* af 10*
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.