gríðarleg vonbrigði !!

ég hef alltaf getað treyst á djúpsteiktu pylsuna mína á skalla með osti, papriku og hvítlauksósu hef gert það að vana mínum að detta í eina slíka áður en ég fer heim í mat þó sérstaklega þegar einkvað heilsusamlegt er í matinn. Því varð ég mjög hamingjusamur þegar ég sá að grill nesti í moso minni heima byggð var farinn að selja eftirhermur af þessu meistarastykki. ég var því miður búinn að panta mér lúxusborgar þar þegar ég sá pylsuna og lét mér því hann næga að þessu sinni þessi lúxusborgari var ekki upp á marga fiska en hvað um það ég gat ekki hætt að hugsa um pylsuna og lét loks verða að því að fá mér hana. Ég beið mjög lengi og greinilegt að þetta var frumraun afgreiðslukonunnar loks fékk ég pylsuna. Hún leit rosalega illa út osturinn greinilega bara verið steiktur á pönnunni og var því brenndur með svörtum leifum af pönnunni, brauðið var kramið og sósan út um allt. En ég lét mig nú hafa það og beit í þetta og þá fyrst voru vonbrigðin orðinn að veruleika allt of mikið krydd, sósan bragðlaus og osturinn ógeðslegur ég þurfti að pína þetta í mig. mjög slæmt mæli ekki með þessu fyrir nokkurn mann. Sannkallaður óbjóður

 

0*/10* 

 

Gammurinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband